fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mannabein í Vopnafirði – Talin hafa legið í sjó í nokkurn tíma

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði í dag. Vísir greinir frá og segir lögregluna á Austurlandi hafa staðfest þetta í samtali við fréttastofu Vísis.

Tilkynning barst lögreglu snemma í morgun og virðist beinunum hafa skolað á land. Málið er í rannsókn en ekki leikur grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Kennsl hafa ekki verið borin á beinin og má vænta tilkynningu lögreglu vegna málsins síðar í dag.

Uppfært 15:30

Tilkynning hefur borist frá lögreglunni á Austurlandi. Hún er svohljóðandi:

„Um klukkan hálf ellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn.

Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær munu nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra.

Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni