fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Ekki útlit fyrir að óróanum á Reykjanesi sé að ljúka – Eldgos mun hafa fyrirvara

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 10:00

Keilir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að staðan á Reykjanesi hvað varðar líkur á eldgosi sé nú svipuð og hún var áður en óróapúlsinn myndaðist á miðvikudaginn. Mælingar sýni að ekki hafi verið um miklar breytingar að ræða heldur hafi kvika verið að troða sér stutta leið til suðvesturs.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Magnúsi að ekki sé mikill þrýstingur á svæðinu en ekki sé útlit fyrir að óróanum sé að ljúka því enn sé mjög mikil skjálftavirkni.

Hvað varðar eldgos sagði hann að það muni ekki hefjast fyrirvaralaust og fyrstu vísbendingarnar séu nú þegar komnar fram. „Ef kvikan fer að brjóta sér leið upp myndi það sýna sig í lágtíðnióróa, svipað og gerðist á miðvikudag,“ sagði hann.

Aðspurður sagði hann að svæði á milli Fagradalsfjalls og Keilis sé eina svæðið þar sem gos getur komið upp á meðan virknin er bundin við það svæði. Jarðskjálftar sem eigi upptök lengra frá séu afleiðing af þessari virkni og ekki sé kvika þar undir sem geti náð upp á yfirborðið. „Það er ekki sennilegt að þessi virkni hleypi af stað gosi annars staðar,“ sagði hann.

Hvað varðar stóran jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, upp á 6 til 6,5, þá er kominn tími á hann að sögn Magnúsar og því ætti fólk að vera undir hann búið. Hann tók jafnframt fram að engin merki væru á því svæði núna um skjálfta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“