fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Umsögn Garðars vekur athygli – „Horfa á mig eins og ég sé kynferðislega brenglaður“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar birt á samráðsgáttinni þar sem almenningi gefst kostur á að koma með sínar hugleiðingar á frumvarpinu.

Í drögunum að frumvarpinu er lagt til að heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. „Viðurlagakaflar laganna verða samræmdir þannig að sömu heimildir verði milli mismunandi laga til að bregðast við brotum. Einnig er lagt til að Fiskistofa fái heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni,“ segir í drögunum.

Þá er lagt til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar. Að lokum er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeildir samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, verði afmarkað betur.

Ekki eru margir sem hafa skrifað umsögn við drögin, raunar er bara einn maður sem hefur skrifað umsögn en það er maður að nafni Garðar Þór Rafnsson. Sá birti ansi óvenjulega umsögn við drögin. „Mér finnst eins og fiskilöggan ætti ekki að fá að koma um borð í skip nema að hjálpa okkur að vinna aflann og kannski hjálpa kokkinum,“ segir Garðar í upphafi umsagnarinnar

„Persónulega hef ég ekki ennþá hitt neina skemmtilega fiskilöggu því þeir skilja aldrei brandarana mína og horfa á mig eins og ég sé kynferðislega brenglaður, síðan mætti alveg fara splæsa í ermahlífar fyrir þær því þessi sjóstakkur er ógeðslegur.“

Umsögn Garðars vakti athygli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, en hann birti skjáskot af umsögninni á Twitter-síðu sinni um helgina. „Drög að frumvarpi um að breyta allskonar fiskveiðistjórnunarlögum hafa verið birt í samráðsgátt. Ein umsögn komin. Frá sjómanni sem er pirraður yfir því að starfsmenn Fiskistofu fatti ekki kynferðislega hlöðnu brandarana sína. Og hjálpi ekkert til. Stundum er Ísland dásamlegt,“ segir Þórður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“