fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ríkið greiðir fyrrum starfsmönnum Hafró 12 milljónir í bætur vegna ólögmætra uppsagna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 08:00

Húsnæði Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði. Mynd:Hafrannsóknarstofnun/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögmaður hefur samið við fjóra fyrrum starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar um að greiða þeim bætur vegna starfsloka þeirra hjá stofnuninni. Þeir eru meðal þeirra starfsmanna sem var sagt upp í nóvember 2019. Starfsmennirnir fá samtals tæplega 12 milljónir í bætur auk tæplega 4 milljóna króna vegna lögmannskostnaðar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í svar ríkislögmanns við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að samkomulagið hafi verið gert í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember á síðasta ári þar sem ríkið var dæmt til að greiða fyrrverandi fiskifræðingi hjá Hafró 3,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar í nóvember 2019 og 1,8 milljónir í málskostnað.

Héraðsdómur sagði að uppsögnin hafi verið haldin verulegum annmarka og hafi ekki aðeins valdið starfsmanninum skaðabótaskyldu tjóni heldur einnig vegið að æru hans og persónu.

Tíu öðrum starfsmönnum var sagt upp hjá Hafró þennan sama dag og segir í dómi héraðsdóms að sama uppsagnarformið hafi verið notað við alla starfsmennina.

Ríkislögmaður samdi því við fjóra fyrrum starfsmenn stofnunarinnar um að greiða þeim samtals 11.985.407 krónur í bætur og 3.848,375 krónur í lögmannskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“