fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Freyja er ekki fyrsta fórnarlamb morðingjans – Myrti barnsmóður sína á hrottalegan hátt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 19:59

Freyja Egilsdóttir. Skjáskot Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Egilsdóttir Mogensen, sem var myrt af 51 árs fyrrverabndi sambýlismanni sínum, er ekki fyrsta konan sem fellur fyrir hendi hans. Maðurinn játaði að hafa banað Freyju þegar hann var færður fyrir dómara í morgun þar sem gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar var tekin fyrir. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Maðurinn heitir Flemming Mogensen.

Ekstra Bladet skýrir frá því að  að Fleming hafi myrt tvítuga barnsmóður sína á hrottalegan hátt 23. nóvember 1995. Hann stakk hana þá að minnsta kosti 18 sinnum. Sonur þeirra var þá tveggja ára.

Það morð átti sér stað í íbúð konunnar í Kildegaardsparken í Odder en það er aðeins nokkrum kílómetrum frá húsinu þar sem hann er talinn hafa myrt Freyju. Barnsmóðir Flemmings fannst liggjandi í blóði sínu í stofunni. Stofan bar þess merki að þar hefði verið slegist. Maðurinn var handtekinn sama kvöld á heimili föður síns í útjaðri Árósa.

Hann hafði sagt föður sínum að hann hefði „gert svolítið hryllilegt“. Faðirinn hafði þá samband við lögregluna.

Eftir morðið sótti Flemming son sinn til dagmömmu og fór til Árósa. Þar fann lögreglan morðvopnið, stóran eldhúshníf.

Fyrir dómi sagði hann að hann hefði ekki ætlað að bana konunni en hefði verið æstur vegna foreldrafundar, sem snerist um soninn, og hafi verið fullur örvæntingar. Saksóknari lýsti morðinu sem „hreinni aftöku“.

Flemming Mogensen var þá dæmdur í 10 ára fangelsi en hann játaði morðið á sig eins og hann hefur nú játað að hafa banað Freyju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli