fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hafa áhyggjur af fíkniefnasölu í Hamraborg – „Hamraborgin er örugglega eitt stærsta dópsölumarkaðssvæði landsins“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samráðsfundi um skipulagsmál í Hamraborg í Kópavogi, sem var haldinn fyrir tveimur viku, viðruðu fundarmenn áhyggjur sínar af glæpastarfsemi og annarri neikvæðri hegðun á Hamraborgarsvæðinu. Sérstaklega var nefnt til sögunnar að fíkniefnasala fari fram á stæði við Hamraborg 10-12 og Fannborg 4 og 6, auk annarrar neikvæðrar starfsemi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Benjamín Magnússyni, arkitekt, að þarna virðist vera blómleg viðskipti. Hann er á meðal þeirra sem vilja að yfirvöld grípi til aðgerða til að vinna bug á fíkniefnaviðskiptum á svæðinu.

Á fundinum var áhersla lögð á að þörf sé á góðu myndavélaeftirliti og góðri lýsingu á svæðinu til að hægt sé að sporna við þessu. Fréttablaðið hefur eftir Benjamín, sem hefur rekið arkitektastofu í Hamraborg um árabil, að þetta sé ekki nýtt vandamál. „Maður sér að það kemur einn bíll og bíður og svo kemur enn f lottari bíll og það eru opnaðir gluggar og eitthvað gengur á milli áður en farið er hvort í sína áttina,“ sagði hann um dæmigerð viðskipti.

Hann sagðist hafa hitt fulltrúa þáverandi minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs fyrir fimm árum og hafi lýst þungum áhyggjum af stöðu mála. „Ég stakk upp á því að það yrðu settar upp myndavélar því þær hafa fælingarmátt. Þau sögðu að það yrði athugað, en síðan eru liðin fimm ár og það er ekki ein einasta myndavél komin upp,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að lögreglan hafi einnig verið látin vita og að hún láti stundum sjá sig. „Hamraborgin er örugglega eitt stærsta dópsölumarkaðssvæði landsins,“ hefur Fréttablaðið eftir öðrum atvinnurekanda í Hamraborg. Hann sagðist næstum daglega verða vitni að því að fíkniefnasalar mæti á svæðið með umslög fyrir viðskiptavini. Ástandið sé mjög slæmt og börn niður í 12 ára séu að sprauta sig í bílageymslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv