fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirMatur

Hin fræga Sara er komin aftur með bragðið af jólunum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 26. nóvember 2021 10:16

Saran er fyllt Madagaskar vanillukremi og böðuð upp úr kaffisúkkulaði./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Ísbúð Omnom lifna ævintýrin við í brögðum og áferð og hægt er að fá sér smakk af ævintýralegum ísréttum sem koma hugarfluginu af stað. Í tilefni þess að nú líður senn að jólum og fyrsti í aðventu er á sunnudaginn hefur hin fræga Sara snúið aftur.
„Saran er komin aftur og verður í boði eitthvað fram í nýja árið í ísbúðinni okkar. Í ár eiga allir einstaklega ljúffenga, gulli slegna hátíðar Söru skilið; Söru sem drottningu sæmir. Fyllt Madagaskar vanillukremi og böðuð upp úr kaffisúkkulaði. Sitjandi efst í hásæti sínu, ofan á ljúffengum ísrétti með ilmandi mandarínu-súkkulaðisósu og karamellu ristuðu heslihnetukrömbli, trónir hún á toppnum líkt og kóróna jólanna,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður með meiru og segir jafnframt að Saran sé konungborinn óður þeirra til jólanna.
Í Sörunni er eftirfarandi góðgæti:

Drottningar Sara með vanillukremi og kaffisúkkulaði

Karamelluseraðar heslihnetur í mokkasúkkulaði

Mandarínu-súkkulaðisósa

Mjúk ís

Nú er bara að fara og njóta og finna bragðið af jólaævintýrunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa