fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flemming Mogensen, sem játaði að hafa myrt Freyju Egilsdóttur með hrottafengnum hætti á heimili hennar í Malling á Jótlandi þann 29. janúar síðastliðinn, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómur þess efnis var kveðinn upp rétt í þessu í dómshúsinu í Árósum. Flemming var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1996 fyrir að hafa banað barnsmóður sinni, Kristina Hansen.
Blaðamaður DV var viðstaddur réttarhöldin og dómsuppkvaðningu sem gekk hratt fyrir sig í ljósi þess að játning lá fyrir.

Hér má lesa lýsingar blaðamanns úr dómsal í tveimur hlutum:

Réttarhöldin yfir morðinga Freyju hafin í Árósum – Hryllilegar lýsingar úr dómssal

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Afar hættulegur samkvæmt geðlæknum

Í dómsorði kom fram að Flemming ætti sér engar málsbætur. Hann væri sviptur öllum réttindum hvað varðar  arf, lífeyrisréttindi og annað sem má segja að sé afleiðing af dauða Freyju. Þá þarf hann að greiða allan málskostnað 285.000 danskar krónur sem og 500.000 danskar krónur í bætur handa þremur börnum Freyju.
Verjandi Flemming sagði að hann myndi taka sér umhugsunartíma um hvort að áfrýjað yrði til Vestri Landsréttar. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til ákvörðun liggur fyrir um áfrýjun eða afplánun hefst.

Morðinginn var síðan færður á brott af fangavörðum og fluttur aftur í fangelsið í Silkeborg þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH