fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Seljaskólaperrinn lét aftur til skarar skríða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 13:52

Seljaskóli. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem beraði sig fyrir framan skólabörn í Seljaskóla í gær lét aftur til skarar skríða í dag. Svo virðist sem lögreglu hafi ekki tekist að hafa hendur í hári hans.

Í nýjum tölvupósti frá skólastjóra Seljaskóla til forráðamanna barna segir að gæsla við skólann í frímínútum hafi verið aukin og óskað hafi verið eftir að lögregla yrði í nágrenni skólans í kringum frímínútur. Auk þess var brýnt fyrir nemendum að yfirgefa ekki lóðina. Síðan segir:

„Því  miður og þrátt fyrir þessar aðgerðir hefur í dag annað álíka atvik komið upp rétt utan við skólalóð okkar og er það nú í rannsókn hjá lögreglu. Í kjölfar þessa höfum við ákveðið að nemendur skólans verði inni í skólahúsnæðinu í frímínútum dagsins. Skólinn vinnur áfram í þéttu samstarfi við lögregluna sem leggur mikla áherslu á að leysa málið. Haft hefur verið samband við forráðamann þess barns sem varð fyrir atvikinu í dag og mun frístundaheimilum og Íþróttafélagi Reykjavíkur gert vart við þær aðgerðir sem við höfum gripið til.“

Segir í niðurlagi bréfsins að tilhögun frímínútna morgundagsins verði ákveðin í samráði við lögreglu.

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar. Málið er sagt vera á borði miðlægrar rannsóknadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks