Miðvikudagur 03.mars 2021
Fréttir

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 07:59

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjastofnun hafa borist sjö tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni. Í öllum tilvikum er um aldrað fólk, á hjúkrunar- eða dvalarheimilum, að ræða sem var með undirliggjandi sjúkdóma.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Lyfjastofnun hafi borist 61 tilkynning um hugsanlegar aukaverkanir, þar af átta alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið.

Hún sagði að allt fólkið hafi verið bólusett 29. eða 30. desember. „Tímalengd frá bólusetningu og fram að andláti er töluvert mismunandi hjá þessum einstaklingum. Eins og tölfræðin er þá er almennt talað um að það séu 18 andlát á viku á dvalarheimilum. Þetta er kannski frekar tengt þeirri tölfræði en bólusetningunni. Þetta er líka að raungerast í löndunum í kringum okkur. Noregur er búinn að tilkynna um 23 andlát hjá öldruðum einstaklingum eftir bólusetningu,“ er haft eftir henni.

Embætti landlæknis rannsakar þær aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn skelfur Reykjanesskaginn – Skjálfti upp á 4,4

Enn skelfur Reykjanesskaginn – Skjálfti upp á 4,4
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni
Fréttir
Í gær

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann
Fréttir
Í gær

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt