fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Konráð náði að selja kynlífsrúmið – „Það var kona sem keypti það“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 12:30

Skjáskot: Sexroom.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmur mánuður er síðan Konráð Logn Haraldsson, eigandi fyrirtækisins Sexroom.is, birti færslu á Facebook-hópum þar sem hann auglýsti svokallað kynlífsrúm til sölu. Kynlífsrúmið er úr kynlífsherberginu sem Konráð rak en hann ákvað í sumar að loka rekstrinum.

Það vakti mikla athygli þegar fjölmiðlar fjölluðu um kynlífsherbergið fyrr á árinu. Fólk gat leigt herbergið til að stunda þar kynlíf, fyrsti klukkutíminn kostaði 15 þúsund krónur en hver klukkutími eftir það kostaði 6.000 krónur.

„Ég hef alveg prófað þetta sjálfur og þetta er bara mjög gaman, ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið tabú,“ sagði Konráð um kynlífsrúmið í samtali við Vísi í ágúst. Þá sagði hann að það hafi verið mismikið að gera í rekstrinum á kynlífsherberginu. „Þetta hefur komið svona í bylgjum, stundum er mikið og stundum minna en ég ætla að loka þessu núna og snúa mér að öðru.“

„Þarf að losna við það“

Það hafði þó ekki gengið nógu vel að selja kynlífsrúmið. Ennþá ekki búið að berast nógu gott tilboð en Konráð brá á það ráð að birta nýja auglýsingu á stærsta íslenska söluhópnum. Þar kom fram að hann þurfi að losna við það og að það fari ódýrt en það kostaði 250 þúsund krónur að smíða rúmið.

„Kynlífsrúm til sölu buinn að taka það niður kemur ósamsett get afhent það heim til fólk sem vill það óska eftir tilboði fer ódýrt þarf að losna við það,“ segir Konráð í nýju auglýsingunni.

Þessi nýja auglýsing hefur vakið gífurlega athygli í söluhópnum. Fjöldi fólks hópaðist í athugasemdakerfið, ýmist til að merkja vini sína og segja að þeir hafi áhuga. Tæplega 600 athugasemdir voru skrifaðar við færsluna þar sem fólk var í flestum tilfellum að merkja vini sína og segja að þeir séu áhugasamir.

Fékk 65 þúsund fyrir rúmið

Það er þó ljóst að auglýsingin virkaði því rúmið er nú selt. Í samtali við DV segir Konráð að hann hafi selt það á 65 þúsund krónur. „Það var kona sem keypti það.“

Hann er ekki hæstánægður með upphæðina en er þó ánægður með að vera laus við rúmið. „Ég nenni ekki að geyma þetta,“ segir hann í samtali við DV.

Þá segir Konráð að nú sé allt sem var inni í kynlífsherberginu sé nú selt. Það eina sem á eftir að selja er herbergið sjálft. „Það er bara húsnæðið eftir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna