fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Tvö útköll björgunarsveita í gær– Slasaðist í berjamó

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 05:23

Frá vettvangi í Þórsmörk í gærkvöldi. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir Landsbjargar voru tvisvar kallaðar út í gær til að aðstoða konur sem voru í vanda. í gærdag voru björgunarsveitir á Ísafirði og Hnífsdal kallaðar út til aðstoðar konu sem hafði hrasað í berjamó í hlíðum Kirkjubólsfjalls í Skutulsfirði. Hún slasaðist á fæti og þurfti að bera hana niður að sjúkrabíl.

Í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar göngukonu sem var í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Hún var stödd í töluverðu brattlendi og treysti sér ekki áfram. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og reyndist hún vera óslösuð. Þegar að fleira björgunarsveitarfólk var komið á vettvang voru settar upp línur til að tryggja öryggi konunnar og fékk hún síðan aðstoð við að komast niður og gekk það allt vel fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið