fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fréttir

Sakamál í uppsiglingu í tengslum við lífslokameðferð – Sex fjölskyldur hafa fengið réttargæslumenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 19:09

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex fjölskyldum hefur verið skipaðir réttargæslumenn í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á máli sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) tilkynnti til lögreglu fyrr á árinu og snertir meint ólöglegt athæfi lækna, nánar tiltekið að setja sjúklinga í lífslokameðferð að ósekju.

Þetta staðfestir Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir að hafa verið lögð inn á HSS til hvíldarmeðferðar haustið 2019. Konan var ekki dauðvona og ekki með neina lífsógnandi sjúkdóma. Skúli Tómas Gunnlaugsson, þáverandi yfirlæknir hjá HSS, ákvað hins vegar að setja hana á lífslokameðferð sem hafði í för með sér að í hana var dælt miklu magni af sterkum lyfjum sem hún hafði enga þörf fyrir og var ekki á áður en hún var lögð inn.

Konan þjáðist mikið vegna þessarar óþörfu lyfjagjafar, auk þess missti hún matarlyst og veslaðist upp. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar með sýklalyfjum né fékk hún þann vökva sem hún þurfti.

Eva Hauksdóttir og systkini hennar, Guðbjörn Dan, Borghildur Hauksdóttir og Hugljúf Dan Hauksdóttir, kærðu meðferðina á móður þeirra til Landlæknis sem skilaði sláandi áliti. Niðurstaða Landlæknis var að konan hefði verið sett í lífslokameðferð að tilefnislausu.

HSS tilkynnti málið til lögreglu sem hóf rannsókn í febrúar á þessu ári. Um svipað leyti kærðu systkinin Skúla Tómas Gunnlaugsson til lögreglu fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Systkinin kærðu tvo aðra starfsmenn HSS sem eru því nafngreindir í kærunni ásamt Skúla Tómasi. Skúli Tómas var sviptur lækningaleyfi um tíma en fékk tímabundi lækningaleyfi að nýju í síðastliðnum maí og gildir það 12. nóvember næstkomandi. Landlæknisembættið hefur ekki svarað fyrirspurnum DV um þetta þrátt fyrir fyrirheit um slíkt.

Sú staðreynd að samtals sex fjölskyldum hafi verið skipaðir réttargæslumenn í málum af þessum toga gefur til kynna mikið umfang þeirra og alvarleika. Um hlutverk réttargæslumenna segir á vefsíðu Ríkissaksóknaraembættisins:

„Réttargæslumaður er lögmaður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna brotaþola og veita honum aðstoð í málinu, þar á meðal við að setja fram bótakröfu. Réttargæslumaður er til dæmis viðstaddur þegar brotaþoli gefur skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi þar sem hann er brotaþola til halds og trausts. Réttargæslumaður á einnig að útskýra málsmeðferðina fyrir brotaþola. Réttargæslumaður getur aflað upplýsinga fyrir hönd brotaþola um stöðu og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi.“

Lögregla neitar að veita upplýsingar um málið

Málið er nú komið til meðferðar hjá ákærusviði Lögreglunnar á Suðurnesjum sem gefur til kynna að rannsókn sé lokið eða hún mjög langt komin. DV sendi fyrirspurn á embættið þar sem óskað var upplýsinga um stöðu rannsóknarinnar. Svarið var eftirfarandi:

„Lögregla getur hvorki tjáð sig um efni eða framgang einstakra mála sem til meðferðar eru hjá embættinu.“

Undir tölvubréfið ritar Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögregludeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

WHO hvetur ríki heims til að hætta með ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins

WHO hvetur ríki heims til að hætta með ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins
Fréttir
Í gær

Illa þefjandi Porsche í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar – Ólöf Finnsdóttir stefndi Bílabúð Benna sem áfrýjaði

Illa þefjandi Porsche í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar – Ólöf Finnsdóttir stefndi Bílabúð Benna sem áfrýjaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handbolti, strandbarir og borgarblús: Íslendingar flykkjast til útlanda þrátt fyrir viðvaranir sóttvarnaryfirvalda – Öll lönd heims enn „áhættusvæði“

Handbolti, strandbarir og borgarblús: Íslendingar flykkjast til útlanda þrátt fyrir viðvaranir sóttvarnaryfirvalda – Öll lönd heims enn „áhættusvæði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meðlimur í Gagnamagninu hættur vegna ásakana um ofbeldi

Meðlimur í Gagnamagninu hættur vegna ásakana um ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flutningar á umdeildri malbikunarstöð borgarinnar til Hafnarfjarðar hafinn – Kanna möguleika á sölu

Flutningar á umdeildri malbikunarstöð borgarinnar til Hafnarfjarðar hafinn – Kanna möguleika á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyndardómsfulli sjóður Sonju de Zorilla rýfur þögnina – Segja meint auðæfi Sonju stórlega ýkt

Leyndardómsfulli sjóður Sonju de Zorilla rýfur þögnina – Segja meint auðæfi Sonju stórlega ýkt