fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dagbjört segir þessa stétt vera íslenskan verkalýð – Sólveig Anna gáttuð – „Þetta er áhugaverð sýn á samfélagið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar umræður hafa átt sér stað í dag vegna framboðslista Sósíalistaflokksins eftir að rithöfundurinn Hallgrímur Helgason lýsti yfir vonbrigðum sínum á Twitter yfir að engan fulltrúa verkalýðsins væri að finna á lista flokksins í Reykjavík.

Meðal annars benti Hallgrímur á að lögfræðinga væri að finna innan raða frambjóðenda Sósíalista.

„Vonbrigði með lista Sósíalista í Rvk. Enginn úr verkalýðsstétt. Þetta er bara hin galandi millistétt eins og hjá okkur í Samfylkingunni. Kennarar, laganemar og listamenn…. Öryrkjar, láglaunafólk og erlent verkafólk áfram ósýnileg í íslenskum stjórnmálum, nema hjá Ingu Sæland,“ skrifar Hallgrímur.

Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur sem skipar 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, vakti í kjölfarið máls á því að konur sem starfa sem lögfræðingar í stjórnsýslunni séu oftar en ekki fátækar, einkum þær sem eru einstæðar mæður, og telur Dagbjört að lögfræðingar í þeirri stöðu tilheyri íslenska verkalýðnum.

„Ég þekki þær allnokkrar sem hafa skilið eða slitið samböndum (eins og engur og gerist). Um kvöld og helgar vinna þær í umönnunarstörfum til að eiga í sig og á, þ.e. í barnlausu vikunum. Svo eru það námslánin. Þetta er íslenskur verkalýður,“ skrifar Dagbjört á Twitter. Bendir hún á að kvenkyns lögfræðingar í störfum innan stjórnsýslunnar séu gjarnan með útborgaðar tekjur yfir 350 þúsund krónum og fái því ekki barnabætur.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á þessum ummælum og vekur athygli á þeim á Facebook.

„Einn af frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík telur að meirihluti þeirra kven-lögfræðinga sem starfa hjá stjórnsýslunni séu fátækar. Og að þær séu íslenskur verkalýður.

Þetta er áhugaverð sýn á samfélagið. Ef að þetta er rétt, að fátæktin sé fylgifiskur lögfræðistarfa hjá hinu opinbera, hvað finnst frambjóðendum Samfylkingarinnar að kalla ætti efnahagslegar aðstæður þær sem ófaglærðum umönnunarkonum hins opinbera er boðið að lifa við? Og þeim aðfluttu verkakonum sem þjáðst hafa í atvinnuleysinu, þeim sem áður svitnuðu á hótelunum fyrir íslenska hagvöxtinn?“

Veltir Sólveig því fyrir sér að ef konur sem starfa sem lögfræðingar í stjórnsýslunni séu hinn raunverulegi íslenski verkalýður, hvað eigi þá að kalla þær konur sem áður áttu heima í þeim flokk.

„Þær konur sem eru fangar samræmdrar láglaunastefnu, þær konur sem eru fórnarlömb samræmds-ofur-arðráns hins opinbera og kapítalistanna? Vinnuafls-verkalýðs-konur? Ofur-verkalýðs-konur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“