fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Joshua í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna – Grunaður um þriðju nauðgunina

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 13:30

Skjáskot úr lokaða Facebook-hópnum - Myndir af Joshua Ikechukwu Mogbolu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna. Vísir greinir fyrst frá þessu.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun, en það hefur nú verið framlengt. Hann var á dögunum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum, og er nú grunaður um þriðju nauðgunina.

Joshua er 21 árs gamall, og býr í Hafnarfirði. Líkt og DV hefur greint frá hafa konur verið varaðar við honum á samfélagsmiðlum, og hann sagður nota Tinder.

Sjá einnig: Konur varaðar við nauðgaranum Joshua

Líkt og áður segir var Joshua á dögunum dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum. Annað atvikið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu en hitt á Akureyri.

Í atvikinu sem átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu fór Joshua heim með konu af djamminu. Í kjallaraíbúð nauðgaði hann henni, en hætti skyndilega. Þá flúði hún og kallaði á hjálp. Hann elti hana og náði henni og fór aftur með hana í kjallaraíbúðina og nauðgaði aftur. Konan lýsti því að hún hefði óttast um líf sitt.

Sjá einnig: Joshua dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum

Seinna atvikið átti sér stað á Akureyri, en þar hitti hann konu á Tinder-deiti og fóru þau  saman í lítið samkvæmi. Þar dró hann hana inn á baðherbergi og nauðgað henni.

Joshua neitaði sök í báðum tilvikunum.

Fyrir þessar nauðganir fékk hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm. Auk þess þarf hann að greiða annarri konunni 2 milljónir króna og hinni konunni 1,3 milljónir í miskabætur. Þá mun hann þurfa að greiða 5,2 milljónir í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun