fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Konur varaðar við nauðgaranum Joshua – Birtu myndir af honum í lokuðum Facebook-hópi og segja hann nota Tinder

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 16:00

Skjáskot úr lokaða Facebook-hópnum - Myndir af Joshua Ikechukwu Mogbolu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lokuðum Facebook-hópi eru konur nú varaðar við að stofna til kynna við Joshua Ikechukwu Mogbolu. Hópurinn telur hátt í sjö þúsund meðlimi en þar eru gjarnan birtar færslur þar sem konum er ráðlagt að vara sig á ákveðnum einstaklingum á stefnumótaforritum.

Joshua, sem er fæddur árið 2000 og býr í Hafnarfirði, var í síðustu viku dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum, og í dag var greint frá því að hann væri í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði, grunaður um þriðju nauðgunina. Sú nauðgun á að hafa verið framin á á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum.

Sjá einnig: Joshua í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun

Í færslunni sem varðar Joshua í lokaða Facebook-hópnum kemur fram að hann hafi notast við stefnumótaforritið Tinder og þá eru einnig birtar tvær myndir af honum. Auk þess er vísað í frétt um hann og dóm Héraðsóms Reykjaness yfir honum. Færslan er eftirfarandi:

„Hæ. Þetta er Joshua Mogbolu. Hann hefur verið á Tinder og hitti meðal annars annan brotaþolann á Tinder.“

Óttaðist um líf sitt

Líkt og áður segir var Joshua í síðustu viku dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga tveimur konum. Annað atvikið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu en hitt á Akureyri.

Í atvikinu sem átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu fór Joshua heim með konu af djamminu. Í kjallaraíbúð nauðgaði hann henni, en hætti skyndilega. Þá flúði hún og kallaði á hjálp. Hann elti hana og náði henni og fór aftur með hana í kjallaraíbúðina og nauðgaði aftur. Konan lýsti því að hún hefði óttast um líf sitt.

Sjá einnig: Joshua dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum

Seinna atvikið átti sér stað á Akureyri, en þar hitti hann konu á Tinder-deiti og fóru þau  saman í lítið samkvæmi. Þar dró hann hana inn á baðherbergi og nauðgað henni.

Joshua neitaði sök í báðum tilvikunum.

Fyrir þessar nauðganir fékk hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm. Auk þess þarf hann að greiða annarri konunni 2 milljónir króna og hinni konunni 1,3 milljónir í miskabætur. Þá mun hann þurfa að greiða 5,2 milljónir í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí