fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Segja nafn sitt hafa verið birt í umdeildu auglýsingunni án samþykkis – „Kannski lentu fleiri þar án samþykkis“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:15

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. júní síðastliðinn birtist auglýsing í Morgunblaðinu sem tók heila opnu. Auglýsingin hafði það að markmiði að vara við kannabisneyslu. Rauði krossinn er á meðal þeirra sem koma fram í auglýsingunni en nú kemur fram að það hafi verið gert án þeirra samþykkis.

„Kannabisneysla … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða. Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er líka hættulegt fíkniefni,“ stendur í auglýsingunni sem vakti úlfúð og hefur verið ansi umdeilt eftir að hún var birt.

Sjá einnig: Auglýsing um kannabisneyslu vekur úlfúð:„Í hvaða andveruleika erum við komin?“

Íslenska lögregluforlagið og Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna bera ábyrgð á auglýsingunni, en mikill fjöldi fyrirtækja, embætta, stofnanna og sveitarfélaga koma fram í henni. Þar má auk Rauða krossins nefna Vínbúðina, KFC, Melabúðina, Mjólkursamsöluna, Bakarameistarann, Happdrætti Háskóla Íslands, Mjölni, N1, Samherja, og fleiri.

„Kannski lentu fleiri þar án samþykkis“

Rauði krossinn birti í dag færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fram kemur að nafn Rauða krossins hafi verið í auglýsingunni án þeirra samþykkis. „Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í Morgunblaðinu. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun,“ segir í færslunni.

„Við teljum framsetningu skilaboðanna því miður valda hræðslu frekar en að ýta undir forvarnir. Þá kemur á óvart að sjá fleiri aðila sem talað hafa fyrir skaðaminnkandi nálgun á þessum lista en kannski lentu fleiri þar án samþykkis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“