fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Eyþór tryggði sér sæti í úrslitum World Strongest Man – „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júní 2021 09:00

Eyþór tryggði sér sæti í úrslitum keppninnar með æsispennandi hætti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir skrifar frá Sacramento:

Í nótt tryggði aflraunamaðurinn Eyþór Melsteð sér sæti í úrslitum á World´s Strongest Man. Eyþór lenti í æsispennandi bráðabana við Bandaríkjamanninn Robert Oberst  um sæti í úrslitum mótsins en sá hefur verið atvinnumaður í aflraunum í tæpan áratug og hefur keppt átta sinnum í World Strongest Man. Í bráðabananum var keppt í svokölluðum Atlas steinatökum og hafði Eyþór sigur eftir afar spennandi keppni.

Robert Oberst, andstæðingur Eyþórs í bráðabananum

 

Úrslit hefjast á laugardaginn og verða út sunnudag

Eyþór er einn af 10 keppendum sem fara í úrslit. Úrslitin úr undanrásum gilda ekki í úrslitum og því hefst í raun ný keppni þar sem allir keppendur eiga möguleika á að hreppa titilinn eftirsótta. Andrúmsloftið á mótsstað í  hér í Sacramento er rafmagnað af spennu. Keppendalistanum í úrslitum má skipta í tvennt. Fimm keppendur bára sigur úr býtum í sínum undanrásarriðlum en hinir fimm keppendurnir þurftu að vinna sér rétt í gegnum bráðabana í áðurnefndum  Stone off viðburði. Þá leið fór Eyþór eins og áður segir.

Úrslitin fara fram um helgina.

Listi yfir þá keppendur sem unnu sér inn sæti í úrslitum mótsins

 

Komst í úrslit þrátt fyrir meiðsli

Undankeppnin hefur tekið á líkama keppenda og þar er Eyþór engin undanteking. Hann tognaði á tvíhöfða þegar hann var að prófa greinarnar í upphitun og í fyrstu greininni reif hann á sér lófann. Þá rifnaði vefur  í öðru auga Eyþórs þegar hann var að framkvæma þyngstu réttstöðulyftuna í Sterkasti Maður Íslands-keppninni, helgina áður en hann hélt út til Sacramento. Óþægindin í auganu hafa ágerst á meðan keppninni hefur staðið en þrátt fyrir öll ofangreind atriði lætur Eyþór það ekki stoppa sig og heldur ótrauður áfram.

 

Mynd af síðu World Strongest Man

Segir erfitt sé að lýsa tilfinningunni

„Þetta er í rauninni bara ótrúlegt. Bara ólýsanlegt í rauninni” segir Eyþór þegar undirrituð nær að spyrja hann  hvernig tilfinningin sé að vera kominn í úrslit. Óhætt er að lýsa þessum andartökum þannig að kraftajötninum sé létt og að gleði hans sé nánast áþreifanleg. Þegar hann er spurður hvernig hann sé stemmdur fyrir úrslitin segir hann „Ég er vel stemmdur og spenntur fyrir komandi dögum”. Eyþór er hins vegar fljótur að róa sig niður og segist ákveðinn í því að taka þessu öllu með jafnaðargeði. Hann sé einbeittur og tilbúinn í slaginn. Hann nýtir tækifærið í samtali við undirritaða og vill skila kærri kveðju til Íslands og þakkar fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið.

Eyþór nokkrum andartökum eftir að hann hafði tryggt sér sæti í úrslitum / Kristín Elísabet Gunnarsdóitt

 

Gaf unnustunni bestu afmælisgjöfina

Ásrún Ösp, unnusta Eyþórs,  átti afmæli þann 16. júní og segir frá því á Instagram-síðu sinni að það hafi verið besta afmælisgjöfin að Eyþór hafi komist í úrslit á World Strongest Man. Hún komst ekki með honum á keppnina að þessu sinni vegna heimsfaraldursins en undirrituð er fullviss um að hún verði honum við hlið á hverri keppni um leið og himnarnir opnast fyrir ferðamenn.

 

Ásrún og Eyþór á góðri stund
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik