fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja Bræðraborgarstígsmálinu – Boltinn nú í höndum Stefáns Karls

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 10:19

Marek Moszczynski var ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir en var sýknaður vegna ósakhæfis. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski. Þetta kemur fram í svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn DV.

Héraðssaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins og krafðist Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari embættisins ævilangs fangelsis yfir Marek fyrir þrjú manndráp, tíu manndrápstilraunir, brennu og brot gegn valdstjórninni. Svo fór að Marek var metinn ósakhæfur af geðlæknum og tók fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur undir það mat. Marek var því sýknaður af öllum ákærum, sökum ósakhæfis.

Þannig liggur fyrir að Marek verður ekki gert að sæta refsingu vegna atburðanna við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní að óbreyttu.

Sjá nánar: Dómur er fallinn í fyrsta fjöldamorðamáli Íslands

Marek var í sama dómi gert að sæta vistun ótímabundið á réttargeðdeild, þar sem hann dvelur nú.

Stefán Karl Kristjánsson lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann hygðist taka sér fjögurra vikna frest til þess að ákveða hvort dóminum yrði áfrýjað fyrir hönd Mareks, líkt og hann á rétt á. Aðeins vika er liðin af þeim fresti.

Málið ákæruvaldsins er eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar, en aldrei áður hefur maður verið ákærður fyrir svo mörg morð hér á landi.

Ekki náðist í Stefán Karl við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“