fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Sölvi útskýrir hvers vegna málaskráin náði aðeins mánuð aftur í tímann

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:02

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason sendi í dag frá sér hlaðvarpsþátt þar sem hann ræðir sögusagnirnar sem gengu á milli manna seinasta mánuðinn. Sölvi brotnaði niður í byrjun þáttarins þegar hann ræddi seinustu daga.

Sölvi ávarpaði slúðrið fyrst í gær með tilkynningu á Facebook og Instagram-síðum sínum. Þar sýndi hann málaskrá sína hjá lögreglunni seinasta mánuðinn og sýndi hún fram á að engin afskipti voru höfð á honum á þessum tiltekna tíma. Það vakti athygli margra að hann hafi einungis birt málaskránna einn mánuð aftur í tímann en ekki lengra.

Í þættinum útskýra Sölvi og Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður hans, málið og segir Saga að til að fá málaskránna sem fyrst sé best að biðja um hana frá sem styðstu tímabili.

„Það er mín ákvörðun að sækja hana frá fyrsta apríl, vegna þess að ég hugsaði „Okei, það er sunnudagur, hann segir að það sé allt að springa út af þessu. Ég þarf að fá þetta hratt.“ Ég hefði getað sótt þetta frá árinu 1980. Ég ákvað að sækja þetta frá fyrsta apríl því það dekkar fréttina,“ segir Saga í hlaðvarpinu.

Sölvi bætir einnig við að fyrir sex eða sjö vikum hafi hann leitað til lögreglu þar sem það var manneskja að hóta því að rústa mannorði hans. Hann vildi ekki sýna málaskrá með því atviki þar sem þá myndi fólk halda að hann væri sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Í gær

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“