fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Enginn greindist utan sóttkvíar í gær – Fjögur smit í sóttkví

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af fjórum smitum sem greindust innanlands í gær var enginn utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is.

123 eru nú í einangrun hér á landi með virkt Covid-19 smit, og 139 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á sjúkrahúsi.

Nýgengi innanlandssmita er nú 24,0 og hefur haldist nokkuð stöðugt á því reiki síðustu daga. Hæst fór nýgengi smita í tæplega 300 um miðjan október síðastliðinn.

24 þúsund Íslendingar hafa nú verið fullbólusettir og er gert ráð fyrir að 1951 árgangurinn verði boðið bólusetning í þessari viku. Að öllu óbreyttu verður hægt að bólusetja alla þá sem flokkaðir voru sem áhættuhópar í apríl mánuði. Þar á meðal eru allir 60 ára og eldri, og þeir með undirliggjandi sjúkdóma.

Upplýsingafundur almannavarna vegna Covid-19 faraldursins verður haldinn klukkan 11:00. DV flytur fréttir af fundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt