fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Mannabein í Vopnafirði – Talin hafa legið í sjó í nokkurn tíma

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði í dag. Vísir greinir frá og segir lögregluna á Austurlandi hafa staðfest þetta í samtali við fréttastofu Vísis.

Tilkynning barst lögreglu snemma í morgun og virðist beinunum hafa skolað á land. Málið er í rannsókn en ekki leikur grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Kennsl hafa ekki verið borin á beinin og má vænta tilkynningu lögreglu vegna málsins síðar í dag.

Uppfært 15:30

Tilkynning hefur borist frá lögreglunni á Austurlandi. Hún er svohljóðandi:

„Um klukkan hálf ellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn.

Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær munu nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra.

Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns