fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Meira og grófara ofbeldi glæpahópa – Minnst 15 skipulagðir glæpahópar hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 09:00

Karl Steinar Valsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi starfa að minnsta kosti 15 skipulagðir glæpahópar, bæði íslenskir og erlendir. Þessir glæpahópar beita síauknu ofbeldi og valda miklu félagslegu og fjárhagslegu tjóni með brotastarfsemi sinni.

Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðasviði ríkislögreglustjóra. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að öll lögregluembætti landsins verði að taka saman höndum til að stemma stigum við brotastarfsemi sem teygi sig í vaxandi mæli út í í dreifðari byggðir landsins. Hann sagði að fíkniefnaframleiðsla hafi til dæmis færst út fyrir höfuðborgarsvæðið, til dæmis í sumarbústaði og fámenn sveitarfélög, en sé þó einnig enn til staðar á höfuðborgarsvæðinu.

Í væntanlegri skýrslu Evrópulögreglunnar Europol um skipulagða glæpastarfsemi og ofbeldi henni tengt kemur fram að skipulögð glæpasamtök beiti sífellt meira ofbeldi. Nýleg dæmi í Evrópu eru sögð sanna að skipulögð glæpasamtök veigri sér síður við að beita lífshættulegu ofbeldi til að ná markmiðum sínum.

Morgunblaðið hefur eftir Karli Steinari að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi á síðustu árum. Í því sambandi má nefna að talið er að morðið í Rauðagerði tengist skipulögðum glæpasamtökum sem eiga upptök sín í Albaníu.

Karl sagði að miklar breytingar hafi átt sér stað á skömmum tíma varðandi starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Það hafi meðal annars birst í ofbeldisbeitingu innan hópanna sjálfra og þeirra á milli en síður gagnvart almenningi. Hann sagði dæmi um að ofbeldi eða hótanir hafi beinst gegn lögreglu, vitnum, ákæruvaldinu eða álíka aðilum en þetta hafi kannski helst verið í formi hótana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi