fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Æsingur í Eyjum – Barði sama manninn tvisvar og stal yfirhöfnum úr fatahengi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 15:45

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveðinn var upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands  í gær yfir manni vegna atvika honum tengdum í Vestmannaeyjum árin 2019 og 2020.

Ákæran var í þremur liðum. Í fyrsta lagi var manninum gefið að sök að hafa veist að manni við Áshamar í Vestmannaeyjum, aðfaranótt fimmtudagsins 2. maí 2019 og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar við vinstra auga.

Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa þriðjudagskvöldið 17. desember 2019 stolið yfirhöfnum úr fatahengi skemmtistaðar eða veitingastaðar.

Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa ráðist á sama manninn og um getur í fyrsta ákæruliðnum, síðdegis miðvikudaginn 11. mars 2020, einnig að Áshamri, og slegið hann í andlitið.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og var ákveðið að dómur yrði kveðinn upp yfir honum að honum fjarstöddum.

Hann er með töluverðan afbrotaferil að baki sem nær allt aftur til upphafsára þessarar aldar, líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, umferðar- og fíkniefnalagabrot, og fleira.

Hann var fundinn sekur um alla ákæruliði og dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið. Þá var hann dæmdur til að greiða þolanda líkamsárásanna 400 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“