fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Gekk berserksgang á Ölstofunni og beit dyravörð – Neitar því að hafa sofnað

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 20:00

Ölstofa Kormáks og Skjaldar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á krá í miðbæ Reykjavíkur. Nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, en þar á hann að hafa bitið dyravörð í upphandlegginn, sem ætlaði að vísa honum út af staðnum.

Ákærði neitaði sök í málinu og sagðist hafa „rétt nartað í“ dyravörðinn. Hann sagðist hafa verið gestur á staðnum og hafa drukkið fimm bjóra og verið „pínulítið ölvaður“. Einhver gestur hafi kvartað yfir nærveru hans sem varð til þess að hann færði sig um set, og kom sér fyrir á öðrum stað á kránni.

Samkvæmt dyravörðunum bárust endurteknar kvartanir vegna mannsins, en þegar hann hafi verið beðinn um að yfirgefa staðinn hafi hann verið sofandi. Þegar þeir báðu hann um að fara hafi hann snöggreiðst.

Þessu neitar ákærði, sem segist hafa beðið um útskýringu á því að vísa ætti honum út af kránni, en ekki fengið skýr svör. Svo hafi það verið dyravörðurinn sem missti þolinmæði sína, rifið um axlirnar á manninum, dregið hann upp og byrjað að ýta honum út af staðnum. Sá ákærði hafi streist á móti, en þá hafi tveir dyraverðir til viðbótar komið til að taka hann út. Hann segist hafa reynt að ná athygli eins dyravarðarins, með því að narta í höndina á honum. Hann vildi meina að um saklaust „nart“ væri að ræða, og hann hefði ekki læst tönnunum sínum.

Reyndi að hrista hann af sér

Brotaþoli lýsti bitinu ekki sem „narti“. Hann sagði að ákærði hafi bitið hann í og það hafi verið verulega óþægilegt. Fyrst hafi hann reynt að hrista manninn af sér, en það ekki virkað. Honum hafi þó tekist að losa hann af sér með hnefahöggi í höfuðið.

Í kjölfarið hafi ákærða verið haldið niðri á meðan að lögreglu var beðið og þá tók brotaþoli mynd af bitfarinu á upphandlegg sínum sem var rautt.

Dómari taldi ákæruvaldinu hafa tekist að færa sönnur fyrir því að ákærði hefði bitið dyravörðinn og því hlaut hann dóm.

Líkt og áður segir var um þrjátíu daga  skilorðsbundinn dóm að ræða, auk þess þurfti maðurinn að greiða máls- og sakarkostnað, auk launum til verjenda síns. Samtals er sá kostnaður rúm ein og hálf milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“