fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Skýrist á morgun hvort nýr faraldur kórónuveirunnar sé að skella á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 07:59

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá er hugsanlegt að nýr faraldur kórónuveirunnar sé í uppsiglingu hér á landi eftir að tveir greindust með veiruna. Báðir voru utan sóttkvíar. Um er að ræða smita af völdum hins svokallað breska afbrigðis veirunnar, B117, sem er meira smitandi en flest önnur afbrigði hennar.

Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar í gær vegna málsins. Þar sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að farþegi, sem kom til landsins 26. febrúar, hefði framvísað neikvæðu PCR-prófi og fyrri skimun á landamærunum hefði verið neikvæð. Fimm dögum eftir komuna til landsins fór viðkomandi aftur í skimun og þá var niðurstaðan jákvæð. Var um breska afbrigði veirunnar að ræða.

Sá smitaði virðist síðan hafa smitað tvo á meðan hann var í sóttkví. Þórólfur tók fram að ekki sé að sjá að viðkomandi hafi brotið sóttvarnarreglur. Allt býr fólkið í sama stigagangi í fjölbýlishúsi.

Þessir tveir, sem smituðust, gætu síðan hafa smitað fleiri, þar á meðal á Landspítalanum og á tónleikum í Hörpu. Í dag er þeim sem sóttu tónleika með Víkingi Heiðari Ólafssyni í Hörpu á föstudaginn boðið að mæta í sýnatöku en fólk þarf að bóka tíma. 800 manns voru á tónleikunum en salurinn tekur 1.600 manns.

Morgunblaðið hefur eftir Þórólfi að á morgun muni sjást betur hver staðan er. Bíða þurfi eftir niðurstöðum skimana á starfsfólki Landspítalans og tónleikagesta. Þá verði hægt að sjá hversu útbreitt smitið er og hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Þannig að ef enginn greinist í því þá getum við bara verið ánægð með það en þetta sýnir hvað þetta er viðkvæm staða og hvað einn einstaklingur getur verið fljótur að dreifa þessu út um allt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum