fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 15:40

Skjálftakort Veðurstofunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar að Katrínartúni 2 vegna möguleika á yfirvofandi eldgosi á Reykjanesi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, verður reynt að takmarka fjölda viðstaddra á fundinum vegna Covid-19.

Hjördís segist ekki hafa frekari upplýsingar en Veðurstofan hefur greint frá varðandi stöðuna á Reykjanesi. Verið sé að safna gögnum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísir.is.

Varðskipið Þór er til taks fyrir utan ströndum Reykjaness.

Rétt eftir símtalið við Hjördísi sendu Almannvarnir frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands boða til blaðamannafundar í Katrínartúni 2 kl. 16.00 í dag vegna mögulegs goss á Reykjanesi. Víðir Reynisson og Kristín Jónsdóttir munu tala á fundinum.

Fyrirkomulagið verður eins og á upplýsingafundum vegna Covid-19. Fjölmiðlar eru boðnir velkomnir í hús en fjölmiðlar eru vinsamlegast beðnir um að halda fjölda frá hverjum fjölmiðli í lágmarki. Grímuskylda verður á staðnum og starfsfólk almannavarna mun aðgansstýra svo að öllum sóttvörnum verði fylgt.

Fundurinn verður túlkaður á pólsku auk táknmálstúlkunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns