fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ragnar þverneitar fyrir veiðiþjófnað og útilokar ekki meiðyrðamál – „Ófrægingarherferð gegn mér“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 09:20

Ragnar Þór er formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson segir fréttaflutning af meintri þátttöku sinni í veiðiþjófnaði í Holtsá í Vestur-Skaftafellssýslu fyrirsjáanlega ófrægingarherferð í aðdraganda formannskosninga í VR. Ragnar er sitjandi formaður en í síðustu viku varð það ljóst að hann myndi fá mótframboð. Hann þverneitar fyrir það að hafa tekið þátt í veiðiþjófnaðinum, en viðurkennir að hafa verið gestkomandi hjá landeiganda.

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að veiðiþjófnaður í landi í eigu Seðlabankans hefði verið kært fyrr í vetur. Hafði þar hópur manna lagt net í Holtsá sem rennur út í Skaftá. Lögreglan á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra vegna málsins hefði borist embættinu.

Í samtali við DV sagði Ragnar málið honum óviðkomandi og að hann hafi látið fréttamanni Fréttablaðsins allar þær upplýsingar í té sem hann þurfti til að sjá það. „Ég var gestur á Holti hjá landareigendum. Ég hef ekki fengið neina kæru, ekki kallaður í skýrslutöku og ég á fund með lögmönnum núna klukkan níu.“

Spurður hvort til standi að leggja fram kæru vegna málsins svarar Ragnar: „Það er ekkert hægt að svara þessu öðruvísi.“ Ragnar segir jafnframt málið tengjast ófrægingarherferð gegn sér. Aðspurður hvort það sú ætlaða herferð tengist yfirstandandi kosningabaráttu til formanns VR segir Ragnar það blasa við. „Þegar fréttamaður hefur aðgang að þeim sem bera ábyrg á málinu og geta staðfest að ég kom ekki nálægt þessu en nýtir sér ekki þá vitneskju, gefur það ekki augaleið að það er eitthvað annað sem býr að baki?“

Ætlar þú að leita réttar þíns?

„Að sjálfsögðu. Ég var alveg undir þetta búinn að farið yrði í einhverskonar ófrægingarherferð gegn mér. Ég var búinn að undirbúa minn lögmann alveg undir það,“ sagði Ragnar. „Eins og ég segi, ég átti von á ýmsu, en kannski ekki svona lágkúru ef ég á að vera alveg hreinskilin.“

Ragnar segist ekki geta sagt hvað komi út úr fundinum með lögmanni sínum. „Það munu þeir sem bera ábyrgð á þessum fréttaflutningi fá að vita fyrstir.“

Auglýst var eftir framboðum til stjórnar og formanns VR í lok janúar og rann framboðsfrestur út á mánudaginn í síðustu viku. Til formanns bjóða sig tveir fram: Ragnar Þór og Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga