fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Tekist á um klúður lögfræðings – Lögfræðingurinn reyndist réttindalaus

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 19:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur snéri í vikunni við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um að vísa bæri frá einkaréttakröfu konu í máli gegn manni sem ákærður var fyrir að beita hana ofbeldi.

Þann 4. febrúar síðastliðinn var mál lögreglustjórans á Suðurlandi gegn meinta ofbeldismanninum þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands. Var maðurinn þar ákærður fyrir að hafa ráðist að konu, slegið hana í andlitið þannig að hún féll í jörðina og síðar elt hana yfir umferðargötu og kýlt hana aftur. Hlaut konan bólgur, roða og eymsli yfir báðum kinnbeinum.

Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa eftir árásina hótað konuna lífláti með þeim hætti að þær vöktu hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð, að því er segir í ákærunni.

Samkvæmt lögum og venjum gerði konan einkaréttarkröfu í málinu þar sem hún krafðist um 1,3 milljóna króna í bætur. Við þingfestingu málsins gerði ákærði í málinu kröfu um að bótakröfu konunnar yrði vísað frá dómi þar sem lögfræðingurinn sem skrifaði undir bótakröfuna væri einmitt bara það, lögfræðingur en ekki lögmaður. „Ekki verður séð að framangreindur lögfræðingur hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Málinu var vísað frá. Athygli vekur að löglærður aðstoðarmaður dómara kvað upp úrskurðinn. Niðurstaðan í héraði var því sú að einn lögfræðingur sem ekki var dómari vísaði frá kröfu annars lögfræðings sem ekki var lögmaður.

Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar sem í vikunni snéri við úrskurðinum.

Segir í niðurstöðu Landsréttar að konan sjálf hafi haft uppi kröfurnar þegar hún mætti við þingfestingu málsins í héraði, og því skipti engu hvort lögfræðingurinn sem ekki var lögmaður hafi undirritað skjalið. Með þeim orðum var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til einkaréttarkröfu konunnar að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn