fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rannsaka skotárásirnar ekki sem hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 07:59

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari vinnur nú að rannsókn á skotárásum á bíl borgarstjóra og skrifstofu Samfylkingarinnar. Málin eru ekki rannsökuð sem hryðjuverk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar hafi ekki haft nein kynni af Halli Gunnari Erlingssyni, sem er grunaður um að hafa skotið á skrifstofu flokksins og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að lögreglan hefði spurt starfsfólkið um Hall.

Hallur, sem er sextugur, er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er rannsakað sem brot gegn valdstjórninni og því er það embætti héraðssaksóknara sem fer með rannsókn þess en ekki lögreglan.

Fréttablaðið hefur eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, að skotárásirnar séu ekki rannsakaðar sem hryðjuverk þar sem ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ekki hefur verið skýrt frá af hverju grunur beinist að Halli en hann er skráður eigandi skotvopna. Annar maður var handtekinn vegna málsins og var lagt hald á skotvopn í hans eigu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar