fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Játar að hafa myrt Freyju og að hafa grafið hluta af líki hennar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 09:41

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

51 árs karlmaður var færður fyrir dómara í Árósum klukkan 09.30 að dönskum tíma þar sem lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir honum vegna morðsins á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hann játaði að hafa myrt Freyju.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá játaði hann hafa kyrkt Freyju og að hafa sagað líkið í hluta og grafið suma í garðinum en falið aðra innanhúss. Þegar þetta var komið fram fyrir dómi lokaði dómarinn réttarhöldunum og vísaði fréttamönnum út til að nánari upplýsingar um málsatvik myndu ekki koma fyrir almenningssjónir. Það er gert vegna rannsóknarhagsmuna.

Það var maðurinn, sem er fyrrum sambýlismaður Freyju, sem tilkynnti um hvarf hennar í gærmorgun. Síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf vinnustað sinn í Odder á tólfta tímanum á fimmtudagskvöldið. Á laugardag barst vinnuveitanda hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Lögreglan telur að þá hafi hún verið látin.

Enn á eftir að staðfesta með rannsókn réttarmeinafræðings að líkið sé af Freyju en lögreglan er fullviss um að svo sé. Grunur lögreglunnar beindist fljótt að manninum og var hann handtekinn í gærmorgun, skömmu eftir að hann tilkynnti um hvarf Freyju.

Freyja fannst látin – Maður handtekinn vegna gruns um morð

Vinir og ættingjar Freyju í áfalli yfir hvarfi hennar

 

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“