fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að reyna að myrða leigusala sinn – Veitti henni 11 stungusár og skurði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. september 2020 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Þetta kom fram í fréttatíma stöðvar 2.

Maðurinn réðst að morgni 15. júní inn á heimili konu sem hann hafði leigt húsnæði af í skamman tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hótaði maðurinn konunni lífláti og gerði því næst ítrekaðar tilraunir til að veita henni lífshættulega áverka.

Maðurinn var vopnaður hníf.

Alls hlaut konan 11 skurði og stungusár. Maðurinn reyndi að veita henni áverka á höfði, háls og líkama en konunni tókst að verjast verstu hnífsstungunum. Hún náði svo að gera lögreglu viðvart og var í kjölfarið færð á slysadeild.

Maðurinn neitaði að afvopnast þegar lögreglu bar að garði og þurfti að kalla út sérsveit. Sérsveit þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga árásarmanninn. Maðurinn hafði áður komið við sögu lögreglu en var þó með hreint sakavottorð þegar árásin átti sér stað.

Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Konan var ekki í lífshættu eftir árásina en hlaut þó mikla áverka og hefur enn ekki náð fullum bata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat