fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Landamærin komin að þolmörkum – Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum að sinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 08:00

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tvo daga hafa rúmlega 2.000 sýni verið tekin, hvorn dag, á landamærunum en það er meira en það markmið sem sett var um getu heilbrigðiskerfisins til að skima þegar hún hófst. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þetta sé áhyggjuefni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Þórólfi að 2.000 sýna viðmiðið sé ekki alveg heilög tala og það hafi Landspítalinn bent á. Hann sagði að síðustu daga hafi verið farið yfir þessa tölu, sem sé ákveðið áhyggjuefni, en hann hafi ekki heyrt neinar kvartanir frá Landspítalanum enn sem komið er.

Farþegar frá „lágáhættusvæðum“, sem eru Þýskaland og Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni, eru undanskildir skimun við komu til landsins. Hátt hlutfall farþegar frá þessum löndum kemur til landsins þessa dagana. Til dæmis komu 3.400 ferðamenn til landsins í fyrradag en aðeins þurfti að taka sýni úr 2.035. Það liggur því fyrir að lítið svigrúm er til að færa lönd aftur á lista yfir áhættusvæði ef kórónuveiran nær aukinni útbreiðslu þar.

Í Danmörku hefur nýgengni smita aukist mikið síðustu daga og mældist fjöldi nýrra smita á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga 10,6 en viðmið íslenskra sóttvarnayfirvalda er 10.

Í Færeyjum eru nú 37 virk smit sem þýðir 74 smit á hverja 100.000 íbúa.

Þórólfur segir ljóst að ekki sé hægt bæta mikið í skimanir eins og staðan er núna nema einhver lönd verði tekin af áhættulistanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala