fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mikil ásókn í starfs- og verknám – Óvíst að allir fái skólavist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 07:59

Húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ásókn er í starfs- og verknám framhaldsskólanna í vetur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að byggingagreinar hafi að meðaltali vaxið um 45% á tveimur árum. Hún sagði að aldrei hafi borist fleiri umsóknir og ekki sé víst að hægt sé taka við öllum sem vilja í nám í vetur.

Hún nefndi sem dæmi að fyrir tveimur árum hafi 70 nemendur verið í pípulagninganámi en í vetur verði þeir 140 í dagskóla og 40 í kvöldskóla. Það er mikið verkefni að koma öllum fyrir sagði Hildur og þegar útlit sé fyrir að 400 til 500 nemar bætist við sé allt sprungið.

Hún sagði einnig að í fleiri skólum, sem sinna verknámi, sé sömu sögu að segja, til dæmis í Borgarholtsskóla og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hún sagðist ekki hafa áhyggjur af að fjárþörf skólanna vegna aukins nemendafjölda verði ekki mætt og vísaði til tilkynningar ríkisstjórnarinnar frá í júní um að framhalds- og háskólum verði tryggt nægilegt fjármagn til að „mæta metaðsókn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala