fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fréttir

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 19:15

Frambjóðendur til formanns SÁÁ - Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur SÁÁ átti að hefjast klukkan 17 en það tók meira en klukkutíma fyrir fundargesti að komast að lendingu um hver yrði fundarstjóri. Þetta endaði með kosningum þar sem Hörður Oddfríðarson fékk 55% en Jón Magnússon 42,86 %. Aðrir skiluðu auðu. Hörður er hliðhollur framboði Einars Hermannssonar til formanns en Jón Magnússon hliðhollur framboði Þórarins Tyrfingssonar og því gætu þessar tölur gefið vísbendingu um hug fundargesta til formannsframbjóðendanna.

Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um aðalfundinn og átökin í aðdraganda hans.

Sjáðu listana

Fulltrúar framboðs Þórarins Tyrfingssonar og síðan fulltrúar framboðs Einars Hermanssonar hafa dreift sitthvorum listanum meðal fundargesta þar sem er að finna nöfn þeirra sem bjóða sig fram í stjórn fyrir hönd hvors framboðs. Meðfylgjandi eru myndir af þessum listum.

 

 

Lögð var fram tillaga um að flýta kosningum til stjórnar en hún var felld. Margir óttast að fundurinn verði óheyrilega langur.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar samtakanna lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Kosning í stjórn
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Önnur mál

Aðalstjórn SÁÁ er skipuð 48 manns en á hverjum aðalfundi eru kosnir 16 inn í stjórnina. Að fundinum loknum kýs aðalstjórnin síðan formann.

Samkvæmt heimildum DV mótmælti bróðir Þórarins tilögunni um að flýta kosningum og talað hann heldur lengi samkvæmt heimildarmönnum blaðsins.

Þá er andrúmsloftið spennuþrungið, en heimildarmaður DV sagði:

„Orðið persónulegt, fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook.“

Um 500 manns

Samkvæmt heimildarmanni DV eru um 500 manns á fundinum. Líkt og flestir vita er nú gildi samkomubann á samkomur þar sem að meira en 500 koma saman.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Starbucks kallaði hana ISIS

Starbucks kallaði hana ISIS
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni
Fyrir 2 dögum

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Katrín svarar Kára