fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Eldsvoði í einu elsta húsi Akureyrar – „Það er svart ský yfir Akureyrarbæ“ – Einum bjargað

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði við Hafnarstræti á Akureyri í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið bæjarins var kallað út. Frá þessu greinir RÚV. Mikill reykur kemur frá húsinu og svo virðist vera að um töluverðar skemmdir sé að ræða.

„Það er svart ský yfir Akureyrarbæ,“ sagði fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir í samtali við DV rétt í þessu, en hún er á staðnum. Hún segir að sem betur fer sé engin vindur þar sem að Hafnarstræti sé eitt elsta hverf í bæjarins og mikið sé um timburhús í nágrenni við eldsvoðann.

„Það logar enn þá og maður sér alveg logana.“

Margir slökkviliðsmenn eru að störfum. Hún sagði að nú væru þeir að rífa þakið af húsinu til að komast nær loganum, sem er innandyra.

DV náði hvorki sambandi við lögregluna né slökkviliðið við vinnslu þessarar fréttar.

UPPFÆRT

Samkvæmt frétt RÚV er einn alvarlega slasaður.

Lögreglann á Norðurlandi eystra staðfestir að maður sé nú í aðhlynningu á sjúkrahúsi. Ekki kemur meira fram um alvarleika slyssins á honum eða önnur afdrif.

Einnig kemur fram í færslunni að um sé að ræða tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara, eitt af eldri húsum bæjarins, byggt 1903.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025