fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Hulda segir Dani búa sig undir það versta: „Engan langar að vera númer 955 í röðinni í öndunarvélarnar“

Auður Ösp
Laugardaginn 21. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mikið öryggi í að finna að maður býr í landi, þar sem yfirvöld beita öllum aðferðum, hvað sem það kostar, til að bjarga lífi eins margra og unnt er. Við björgum fólki núna og tökum fjármálin síðar,“ segir Hulda Sæfríður Jónsdóttir framhaldsskólakennari sem búsett er í Silkeborg í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Þegar þetta er ritað hafa 129 manns verið lagðir inn á sjúkrahús með veiruna þar í landi. Þar af eru 24 á gjörgæslu. Fjórir eru látnir. Rétt eins og Íslandi er ekki vitað hvort skortur verði á öndunartækjum næstu vikurnar, ef allir veikjast samtímis. „Enginn veit hversu margir eru smitaðir, þar sem fyrir viku var hætt að skima og skrá fólk sem er bara með væg einkenni. Þeir eru beðnir um að halda sig í einangrun heima í 14 daga. Einungis alvarlega veikir eru skráðir núna og staðan þar er yfir 1.000 manns. Það eru því margir smitaðir, sem eru ekki skráðir. Að „skuggatölunum“ meðtöldum, eru einhverjar þúsundir Dana smitaðar núna,“ segir Hulda.

Hulda Sæfríður, ásamt yngri syni sínum, Hákoni.

Allir skólar og barnaheimili eiga að vera lokaðir í síðasta lagi frá 19. mars og næstu 14 daga þar eftir. Allir opinberir starfsmenn, sem ekki sinna lífsnauðsynlegu starfi, mega ekki mæta í vinnu í 14 daga frá föstudeginum. Fólk sem getur unnið að heiman, eigi að gera það og fyrirtæki eru beðin um að hugsa um starfsmenn sína og leyfa þeim að vinna að heiman ef hægt er, eða á vöktum eða dreift í fyrirtækinu. Þá er fólk beðið um að halda sig sem mest heima við, að sögn Huldu. Um helgina var öllum landamærum Danmerkur lokað, til að koma í veg fyrir að fólk sé að þvælast inn og út úr landinu og dreifa smiti. „Við erum vön ferðafrelsi, margir Danir skreppa yfir landamærin reglulega til að versla og margir búa í Svíþjóð en vinna í Kaupmannahöfn. Það var lítill fyrirvari og verðir eru settir við landamærin til að vísa fólki frá, nema fólk hafi sérstaka ástæðu til að koma inn í landið. Danir eru yfirleitt vanir að láta í sér heyra ef eitthvað er tekið frá þeim. Þýskaland fylgir eftir og lokar á umferð frá Danmörku. Því minni þvælingur, því hægari dreifing á smiti.“ Síðastliðinn miðvikudag, 18. mars, tóku svo í gildi enn strangari reglur. „Öllum verslunarmiðstöðvum er lokað, nema matvöruverslanir og apótek mega vera opin. Kúnnar verða að standa í minnst tveggja metra fjarlægð þegar þeir koma að kassanum og það á að vera spritt í búðinni. Einhverjar verslanir hafa sett upp plastskerm milli starfsmanns á kassa og viðskiptavinarins. Allir veitingastaðir, kaffihús, skemmtistaðir, líkamsræktarstöðvar, sólstofur, tattóveringarstofur og nuddstofur eiga að vera lokaðar. Veitingastaðir mega þó gjarnan selja „take away“, en fólk má ekki borða inni. Tannlæknar mega bara sinna verkefnum sem ekki er hægt að fresta. Það er bannað að halda samkomur, hvort sem það er úti eða inni, með yfir 10 manns. Guðsþjónustum er aflýst, fermingum verður frestað og fólk er beðið um að fresta skírn og brúðkaupum eða framkvæma slíkt í kyrrþey.“

Mikill samhugur

Hulda segist finna að það ríki mikill samhugur á meðal Dana. Í stað þess að fólk hamstraði fyrir sjálft sig spruttu upp Facebook-grúppur, þar sem fólk bauðst til að hjálpa þeim, sem eru í áhættuhóp, við að kaupa inn. Innkaupapokinn er skilinn eftir á tröppunum og greiðslan send á símanum til þess sem keypti inn. Það er engin snerting. Það var opnuð heimasíða, þar sem hægt er að skrá sig ef maður hefur unnið í heilbrigðisgeiranum áður, og jafnvel námsmenn í heilbrigðisgeiranum eru beðnir um að skrá sig. Á tveimur sólarhringum buðu 1.000 manns fram aðstoð sína. Það er verið er að þjálfa fólk til að stýra öndunarvélum. Það hafa verið keyptar nýjar öndunarvélar og rykið er þurrkað af þeim gömlu. Danir eru að búa sig undir að taka allar 954 öndunarvélarnar í notkun.“

Hulda kennir í framhaldsskóla í Árósum og vinnur heima þessa dagana. „Við notum Skype með vefmyndavél þegar við höldum fundi og hittumst reglulega „online“. Maðurinn minn er líka í banni frá sínum vinnustað og vinnur heima í óákveðinn tíma,“ segir Hulda en synir hennar tveir eru á unglingsaldri og stunda fjarnám meðan á samkomubanni stendur. Fyrirhugað var að yngri sonurinn myndi fermast í vor, en öllum fermingum hefur verið frestað þar til eftir hvítasunnu, að minnsta kosti. „Eldri sonur minn er að fara að taka bílpróf og átti eftir einn ökutíma og verklega prófið, en ökuskólinn fellur undir kennslu, svo það verður ekkert úr bílprófi í bráð.“ Hulda segir að þrátt fyrir að eldri sonurinn geti ekki fengið ökuskírteini í bráð og sá yngri sjái ferminguna hverfa út í framtíðina þá kvarti þeir ekki. „Við verðum bara að gera það besta úr hlutunum og standa saman. Við berum mikla virðingu fyrir forsætisráðherranum fyrir að taka þetta svona alvarlega og að allir þingmenn ákveði að standa saman, sama úr hvaða flokki þeir koma, með það eitt að leiðarljósi að bjarga eins mörgum mannslífum og hægt er, hér og nú. Við erum vel upplýst og það ríkir mikill samhugur og hjálpsemi. Við hlustum og hlýðum af einni ástæðu: Engan langar að vera númer 955 í röðinni í öndunarvélarnar.“

Þetta er hluti af stærri umfjöllun í helgarblaði DV um áhrif COVID-19 á Íslendinga í útlöndum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina