fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Titringur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu vegna Bjarna Ben málsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. desember 2020 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit væntanlega var Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í samkvæmi í gærkvöldi þar sem 40 til 50 manns voru samankomnir. Það fór fram í veislusal og batt lögreglan enda á samkvæmið á ellefta tímanum. Þar höfðu sóttvarnareglur ekki verið virtar. Mikill titringur er sagður vera á lögreglustöðinni við Hverfisgötu vegna málsins, þá aðallega vegna þess hvernig fjölmiðlar fengu fréttir af því.

Fjölmiðlar fengu upplýsingar um að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í samkvæminu í tölvupósti sem lögreglan sendi frá sér í morgun með yfirlit yfir helstu tíðindi næturinnar. Heimildir DV herma að það að taka fram í tölvupóstinum að ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið í samkvæminu brjóti gegn þeim vinnureglum sem í gildi eru um útsendingu þessara yfirlita. Samkvæmt vinnureglunum má ekkert koma fram í þeim sem getur talist persónugreinanlegt. Það að segja að ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið í samkvæminu megi flokka sem persónugreinalegar upplýsingar því ráðherrarnir eru 11 og því ekki margir sem koma til greina.

Heimildir DV herma einnig að varðstjórar, sem sjá um að senda þessar tilkynningar til fjölmiðla, séu margir hverjir ósáttir við að þurfa að sjá um það og bendi á að sérstakur fjölmiðlafulltrúi sé starfandi hjá embættinu og það eigi að vera í hans verkahring að senda þessar tilkynningar til fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Í gær

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“