fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Nú liggur Google niðri – Íslendingar hafa áhyggjur af stóra gagnalekanum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. desember 2020 12:15

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðustu viku vakti það mikla athygli að Facebook Messenger lá niðri um víðan heim, meðal annars hér á landi. Nú virðist vera sem Google sé að glíma við svipuð vandamál.

Samkvæmt vefsíðunni DownDetector.com eru þúsundir manna um allan heim búnir að tilkynna um vandamál hjá Google. Vandamálið virðist hafa áhrif á þjónustu fyrirtækisins en ekki leitarvélina sjálfa. Þessar þjónustur eru til að mynda Gmail, tölvupóstur Google, sem margir nýta sér. Þá virðist líka vera sem önnur þjónusta á borð við Google Drive og Google Docs sé niðri þessa stundina.

Á föstudaginn var greint frá því að spjallforritið Messenger væri niðri. Margir Íslendingar  óttast að í stóra gagnalekanum muni viðkvæm einkaskilaboð vera opinberuð. Óttinn um þennan gagnaleka tengist Vodafone-lekanum svokallaða, sem átti sér stað árið 2013, en þá komust mikið af viðkvæmum upplýsingum á yfirborðið.

Lesa meira: Íslendingar óttast stóra gagnalekann – „Typpamyndirnar eru allar gerðar í ölæði“

Skjáskot af DownDetector
Skjáskot af Gmail
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar