fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Egill rifjar upp hræðilega atburði – „Einn félagi minn var grafinn upp og systir hans dó“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 21:00

Skjáskot úr myndbandi RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 22. janúar árið 1983 féllu tvö snjóflóð á bæinn Patreksfjörð á Vestfjörðum með aðeins tveggja klukkustunda bili. Snjór var mikill og þegar snögghlánaði safnaðist krap fyrir í laut í fjallinu Brellum sem orsakaði flóð snjós og aurs. Fjórir létust í snjófljóðunum og 19 hús skemmdust.

Lesa meira: 1983 – Snjóflóðin á Patreksfirði: „Leit upp og sá háan, svartan vegg koma niður“

Egill Fjeldsted ólst upp á Patreksfirði og man því vel eftir atburðunum. Egill slapp naumlega en á meðal þeirra sem létu lífið í snjóflóðunum var systir vinar Egils. Egill ræddi um atburðina og annað við Sigmar Guðmundsson í þættinum Okkar á milli sem sýndur er á RÚV í kvöld.

Þar segir hann meðal annars að atburðirnir hafi verið þaggaðir niður í samfélaginu á Patreksfirði. „Þeir sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum voru að grafa upp fólk, vini og ættingja, og svo fóru þeir heim og það var ekkert meira rætt um það,“ segir Egill í kynningarmyndbandi RÚV um þátt kvöldsins. „Einn félagi minn var grafinn upp og systir hans dó. Ég slapp naumlega sjálfur.“

Egill ræðir einnig um annað áfall sem hann varð fyrir en það var þegar hann lenti í bílsslysi eftir að ökumaður bílsins sem hann var í missti stjórnina á bílnum. Egill lamaðist vegna slyssins. „Ég var bara ungur og frískur maður sem bjó á Ísafirði. Var farþegi í bíl sem er á leið á Patreksfjörð að horfa á kraftakeppni,“ segir Egill í þættinum. Þessi ferð varð svo að martröð vegna slyssins. Egill man eftir því að hafa flogið úr bílnum en það næsta sem hann man eftir var að fljúga um í þyrlu á gjörgæsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Í gær

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú