fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Enginn kannast við nýtt flugfélag – MOM air – „Ég veit ekkert um þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekkert um þetta,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, um vefsíðuna momair.is sem virðist vera vefsíða nýs flugfélags sem ætlar að hefja flug í desember og lofar ókeypis flugi í eitt ár. Einnig segir á vefsíðunni að stefnt sé á blaðamannafund 11. nóvember.

Útlit síðunnar líkist mjög hönnun WOW air sáluga og M-in í MOM virðast vera W á hvolfi með sömu stafagerð og í merki WOW air.

Vefurinn er allþungur og því erfitt að ferðast á milli efnisliða. Af einhverjum ástæðum hefur listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, verið bendlaður við framtakið. DV hringdi í hann og kannast hann ekki við að þetta sé einhver gjörningur á hans vegum. Hann sagði hins vegar að nokkrir blaðamenn hefðu hringt í hann vegna málsins.

Á vefsíðunni segir meðal annars að í flugferðum á vegum MOM air verði boðið upp á ekta mömmumat. Þá segir að bókunarvél flugfélagsins fari í loftið 9. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi