fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sífellt fleiri gerendur heimilisofbeldis vilja komast í meðferð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur, rekur verkefnið Heimilisfrið þar sem gerendur í heimilisofbeldismálum geta sótt sér aðstoð. Hann segir að aðsókn í meðferð hafi aukist mikið á síðustu mánuðum, nánast um hundrað prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi jafnaði 62 viðtöl verið hjá Heimilisfriði á mánuði en á síðustu þremur mánuðum hafi þau verið vel yfir hundrað á mánuði. Haft er eftir Andrési að hluta af skýringunni megi rekja til kórónuveirufaraldursins en að aðrir þættir spili einnig inn í.

„Það hefur verið mikil umræða um heimilisofbeldi undanfarið, ásamt því að við höfum verið sýnilegri. Vonandi er stærri hluti af menginu að skila sér til okkar, maður vonar það. Við sem sinnum þessum málum finnum fyrir auknum þunga í þeim málum sem til okkar koma. Vandamálin virðast þyngri og það er meira um undirliggjandi vandamál, til að mynda aukinn kvíða,“

er haft eftir honum.

Flestir þeirra sem leita til Heimilisfriðar hafa beitt maka sinn ofbeldi. 75% skjólstæðinganna eru karlar og 25% konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu