fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

„Metoo“ uppsagnir fyrir Landsrétt eftir helgi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 15:38

mynd/samsett Sigtryggur Ari og Þjóðleikhúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál þeirra Atla Rafns Sigurðssonar og Kristins Sigurjónssonar eru bæði á dagskrá Landsréttar eftir helgi.  Bæði málin snúa að ólögmætum uppsögnum, og verða þau bæði tekin fyrir klukkan 9:00 á mánudagsmorgun, í sitthvorum dómsal Landsréttar í Kópavogi.

Atla Rafni var sagt upp af Borgarleikhúsinu í lok árs 2017 vegna meints kynferðislegs áreitis. Stigu þar fram nokkrar konur og sögðu sögur af áreiti Atla Rafns. Voru frásagnir hluti af hinni svokölluðu MeToo byltingu sem þá gekk yfir heiminn. Borgarleikhúsið sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppsögnin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Einnig kom þar fram að stjórn leikfélagsins og leikhússtjóri hafi verið einhuga um ákvörðunina.

Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hafi verið ólögmæt og að Atli Rafn hafi ekki fengið tækifæri til að bregðast við þeim ásökunum sem upp voru komnar. Voru honum dæmdar 5,5 milljónir í bætur í héraðsdómi vegna málsins. Rekstrarfélag Borgarleikhússins, Leikfélag Reykjavíkur ses. áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar.

Rekinn vegna ummæla um konur

Kristni Sigurjónssyni var sagt upp af Háskólanum í Reykjavík, en þar starfaði hann sem lektor. Uppsögnin kom í kjölfar orða sem Kristinn lét falla á lokuðum hóp á Facebook. Sagði Kristinn þar að hann vildi síður vinna með konum en körlum. „Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir karlmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi,“ sagði Kristinn.

Héraðsdómur leysti úr því máli svo að þar sem Kristinn lét ummæli sín falla á opinberum vettvangi, þó hópurinn hafi vissulega verið lokaður, mátti hann vænta þess að ummælin færu í dreifingu, meðal annars í fjölmiðlum. Þannig hafi Kristni borið að „vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt,“ eins og það er orðað í dómnum. Var HR þannig sýknaður af kröfum Kristins.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari, er lögmaður Kristins í málinu, og hefur fyrir hönd Kristins áfrýjað málinu til Landsréttar.

Bæði þessi mál vöktu talsverða athygli í fjölmiðlum á sínum tíma, það er því einkar athyglisvert að þau skuli lenda á sama degi, á sama tíma fyrir sama dómstól. Aðalmeðferð málanna beggja fer, eins og fyrr segir, fram á mánudaginn klukkan 9 í Landsrétti. Vænta má dóms í málinu eftir nokkrar vikur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum