fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ferðamaður keyrði á lögreglubíl – lögreglumaður á sjúkrahús eftir áreksturinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 12:08

Lögreglan á Suðurlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 14:00 í gær varð árekstur milli lögreglubíls sem ekið var af Klausturvegi á Kirkjubæjarklaustri inn á hringtorg, þar sem Klausturvegur tengist Suðurlandsvegi, og jeppa sem ekið var vestur Suðurlandsveg og öfugu megin inn í hringtorgið.  Svo virðist sem ökumaður jeppans, sem er erlendur ferðamaður, hafi misst stjórn á bílnum þegar hann nálgaðist hringtorgið og lent öfugu megin við umferðareyju sem skilur að akstursstefnur og síðan beint framan á lögreglubílinn.   Lögreglumaðurinn, sem var einn á ferð, var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús en útskrifaður þaðan í gærkvöldi og talinn óbrotinn en töluvert marinn.   Ökumaður og farþegi jeppans sluppu ómeidd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi þar sem farið er yfir helstu verkefni liðinnar viku.

Þar segir einnig frá því að lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð til að sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær þegar skot hljóp úr fjárbyssu í framhandlegg manns sem var að aðstoða þann sem á byssunni hélt við að aflífa kind. Kúlan mun hafa setið eftir í handleggnum og var maðurinn fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“