fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Breytingar á fasteignamarkaði – Kaupendamarkaður að myndast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 07:55

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstæður á fasteignamarkaði virðast vera að breytast og svokallaður kaupendamarkaður að myndast. Verktakar hafa að undanförnu lækkað verð á nýjum íbúum í miðborg Reykjavíkur. Einnig hafa verktakar boðið kaupendum að gera tilboð í nýjar íbúðir á Hlíðarenda en óalgengt er að slíkt sé í boði svo snemma í söluferlinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt kaupsamningum sem blaðið hefur undir höndum hafi verð nýrra íbúða lækkað um allt að sex milljónir frá auglýstu verði en í þeim tilfellum hafi kaupendur keypt íbúðir fyrir hundruð milljóna. Fermetraverðið hafi lækkað úr tæplega 700 þúsund krónum í um 600 þúsund. Flestar íbúðanna eru litlar og án bílastæða.

Blaðið segir að einnig séu vísbendingar um verðlækkanir utan miðborgarinnar. Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki dugað til að halda verðinu uppi. Einnig hefur verið dregið úr framboði með því að seinka nýjum verkefnum. Þá hefur markaður fyrir skammtímaleigu íbúða til ferðamanna dregist saman en það skerðir tekjumöguleika íbúðaeigenda.

Haft er eftir Óskari Bergssyni, fasteignasala hjá Eignaborg í Kópavogi, að kaupendamarkaður hafi myndast að undanförnu þar sem framboð sé meira en eftirspurn. Ágæt sala hafi verið að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst á 2 til 4 herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum. Þær séu oft verðlagðar á 35 til 50 milljónir og seljist hratt ef verðlagningin sé rétt miðað við aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Í gær

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“