Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Breytingar á fasteignamarkaði – Kaupendamarkaður að myndast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 07:55

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstæður á fasteignamarkaði virðast vera að breytast og svokallaður kaupendamarkaður að myndast. Verktakar hafa að undanförnu lækkað verð á nýjum íbúum í miðborg Reykjavíkur. Einnig hafa verktakar boðið kaupendum að gera tilboð í nýjar íbúðir á Hlíðarenda en óalgengt er að slíkt sé í boði svo snemma í söluferlinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt kaupsamningum sem blaðið hefur undir höndum hafi verð nýrra íbúða lækkað um allt að sex milljónir frá auglýstu verði en í þeim tilfellum hafi kaupendur keypt íbúðir fyrir hundruð milljóna. Fermetraverðið hafi lækkað úr tæplega 700 þúsund krónum í um 600 þúsund. Flestar íbúðanna eru litlar og án bílastæða.

Blaðið segir að einnig séu vísbendingar um verðlækkanir utan miðborgarinnar. Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki dugað til að halda verðinu uppi. Einnig hefur verið dregið úr framboði með því að seinka nýjum verkefnum. Þá hefur markaður fyrir skammtímaleigu íbúða til ferðamanna dregist saman en það skerðir tekjumöguleika íbúðaeigenda.

Haft er eftir Óskari Bergssyni, fasteignasala hjá Eignaborg í Kópavogi, að kaupendamarkaður hafi myndast að undanförnu þar sem framboð sé meira en eftirspurn. Ágæt sala hafi verið að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst á 2 til 4 herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum. Þær séu oft verðlagðar á 35 til 50 milljónir og seljist hratt ef verðlagningin sé rétt miðað við aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum