fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Kynlífshátið ekki aflýst vegna Covid, en kynlíf verður bannað

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 23:00

Myndir teknar af blaðamönnum The Sun innan kynlífsklúbbsins HU9 mynd/thesun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Makaskiptahátíðinni Swing Fest í Hull í Bretlandi verður ekki aflýst vegna kórónaveirufaraldursins, en hátíðahaldarar tilkynntu þó að kynlíf verður ekki leyft.

Einhverjir gætu spurt sig hver tilgangurinn væri að halda „swingers“ hátíð án kynlífs, en skipuleggjendur segja að stór hluti senunnar sé félagslega hliðin og að þátttakendur muni fá að njóta sýninga, tónlistar, strípisýningar karlmanns og eldgleypa.

Hátíðin mun standa í tvo daga og er uppselt, þó fyrir liggi að „aðal aðdráttarafl“ hátíðarinnar undanfarin ár verði ekki til taks þetta árið. Vettvangurinn hátíðarinnar þetta árið er klúbburinn HU9 í austur Hull.

Það er ekki bara kynlífið sem verður bannað þetta árið, en „fullorðins hoppukastalanum“ hefur jafn framt verið aflýst. Samkvæmt heimildum Gizmodo er þar á ferð venjulegur hoppukastali með nöktu fólki innanborðs.

Að hátíðiðarhaldarar ætli sér að halda hátíðinni til streitu hefur ekki verið gagnrýnislaust, en breska blaðið Mirror birti viðtal við ónafngreindan heilbrigðisstarfsmann sem sagði að þetta liti út sem slæm hugmynd. „Okkur er sagt að við þurfum að vera með andlitsgrímur til að hindra dreifingu veirunnar, en á sama tíma er HU9 kynlífsklúbburinn að dreifa auglýsingum um Swing Fest í lok næsta mánaðar. Nú er uppselt og hundruðir að fara að mæta og gista á hótelum í nágreninu og ætla sér augljóslega ekki að halda fjarlægð milli fólks. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur alla burði til þess að skaða íbúa Hull og vinnu sem þeir hafa lagt í að uppræta útbreiðslu veirunnar.“

Bæjaryfirvöld í Hull sögðu í tilkynningu: „Þó að viðburðurinn sé miðaður að „swingers“ samfélaginu, þá verður ekkert kynlíf á viðburðinum eða önnur starfsemi sem gæti verið túlkuð sem kynlífsafþreying.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist