fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 17:30

Skjáskot Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. október var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir manni fyrir annars vegar líkamsárás og hins vegar hótanir.

Í ákæru var hann sakaður um að hafa miðvikudaginn 13. desember árið 2023, inni í verslun AB varahluta í Reykjanesbæ, ýtt manni utan í hillu með líkama sínum og í kjölfarið veitt honum eftirför inni í versluninni og sparkað með hné í vinstra læri eða síðu brotaþolans.

Hins vegar var hann ákærður fyrir hótanir gagnvart þessum sama manni á tímabilinu 1. júní 2023 til 13. júní sama ár. Er hann sakaður um að hafa hótað manninu barsmíðum og lífláti nokkrum sinnum og áttu þær hótanir sér stað í og við þessa sömu varahlutaverslun.

Ákærði játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var hann dæmdur til að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“