fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ólafur tjáir sig um atburði dagsins – Lokadagur hans í embætti

Heimir Hannesson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 15:48

Ólafur Helgi Kjartansson við dómsuppsögu í máli Guðmundar í byrginu. mynd/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngum og viðburðaríkum ferli Ólafs Helga Kjartanssonar í löggæslu á Íslandi lýkur í dag. Þetta staðfestir hann í samtali við blaðamann DV.

Ólafur Helgi sagði inntak fyrri fréttar DV um uppnám á starfsstöð Lögreglustjórans á Suðurnesjum fullkomlega rangt. Honum hafi ekki verið vísað út. Hins vegar hafi hann, að höfðu samráði við embættismenn dómsmálaráðuneytisins sem komu til Keflavíkur í dag, ákveðið að fara í orlof frá og með mánudeginum eftir helgi. Því er síðasti dagur hans í embætti í dag, föstudag.

Sjá nánar: Uppnám á starfsstöð Lögreglustjórans á Suðurnesjum – Vísa á Ólafi frá staðnum með valdi

Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins í Keflavík

„Þau komu að minni ósk og samþykki til þess að ganga frá því að ég gæti byrjað orlof. Atburðir dagsins hafa ekkert með það að gera enda eru engir atburðir dagsins,“ sagði Ólafur Helgi um komu embættismanna ráðuneytisins til Keflavíkur í dag. Samkvæmt heimildum DV voru þar á ferð Grímur Hergeirsson, verðandi settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu.

Aðspurður um hvað taki við segir Ólafur að hann hefji störf í nýju og spennandi starfi í dómsmálaráðuneytinu. Starfið sem um ræðir er staða sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu í málefnum landamæra Íslands og þátttöku Íslands í Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Sjá nánar: Verður sérfræðingur í ráðuneyti Áslaugar Örnu

Fer sáttur í illgresið

Ólafur segist skilja við embættið í sátt: „Ég fer frá embættinu sáttur og á ekki uppgerðar sakir við nokkurn mann.“ Hann segir það vissulega mjög sérstakt að upplifa sinn síðasta dag í embætti, en að hann hlakki til orlofsins.

Orlofið hyggst Ólafur nýta í hvíld og að safna kröftum. Hann hafi ekki tekið sér frí lengi og er ekki búinn að skipuleggja sumarfríið sitt nú. „Ég þarf aðeins að hugsa mig um og hugsa um mig og fara í garðinn. Það þarf að losa hann við illgresi,“ sagði Ólafur.

Ferill Ólafs í löggæslu spannar áratugi og teygir sig um allt Suðurland og vestur á firði. Þeim ferli er, eftir daginn í dag, lokið.

„Hugsaðu nú um það, að þú ert sko að missa einn skemmtilegasta viðmælanda þinn,“ sagði Ólafur að lokum. Blaðamaður gerir ekki athugasemdir við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“