fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Minni notkun sýklalyfja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 07:55

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þær afleiðingar að tíðni ýmissa fylgikvilla öndunarfærasýkinga hefur minnkað frá upphafi hans. Einnig hefur sýklalyfjanotkun minnkað og dauðsföllum fækkað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari S. Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að fækkun tíðni ýmissa fylgikvilla öndunarfærasjúkdóma sé ein af mörgum áhugaverðum afleiðingum faraldursins.

„Það má hiklaust rekja til þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til, til að sporna við kórónaveirunni.“

Er haft eftir honum. Hann sagði það þó vekja ugg að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna annarra sjúkdóma en COVID-19 fækki.

„Við höfum talsverðar áhyggjur af því og viljum ítreka enn á ný að fólk verður að leita sér aðstoðar ef það kennir sér meins.“

Sagði hann og nefndi einnig að í nágrannalöndunum hafi dregið úr tíðni þess að lungnakrabbamein uppgötvist. Ólíklegt sé að tíðni sjúkdómsins hafi dregist saman, frekar sé að fólk fari ekki eins mikið í greiningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“