fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Mælir ekki með notkun á andlitsgrímum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 07:55

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, mælir ekki með notkun andlitsgríma þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hafi á föstudaginn breytt ráðleggingum sínum varðandi notkun á slíkum grímum til að verjast kórónuveirusmiti.

Þetta kom fram í viðtali RÚV við Þórólf sem sagði rök skorta fyrir ákvörðun WHO. Áður en WHO breytti um stefnu í þessu máli hafði stofnunin sagt grímurnar veita falskt öryggi og auk þess gengi á birgðir, sem heilbrigðisstarfsfólk þyrfti á að halda, ef almenningur notaði slíkra grímur.

„Mér finnst þetta vera skrýtnar tillögur miðað við það sem stofnunin lagði til þegar veiran var í vexti. Það eru engar nýjar röksemdir fyrir að þetta komi að gagni.“

Sagði Þórólfur í samtali við RÚV og benti á að einkennilegt sé að tala um slíka grímunotkun þegar faraldurinn sé í rénun.

Hann sagði einnig að notkun á andlitsgrímum geti leitt til þess að fólk gæti sín ekki eins vel á öðru fólki og að það sjáist vel að fólk sé stöðugt að káfa á grímunum. Grímunotkun geti því hugsanlega stuðlað að aukningu smita. Þess utan sé lítið um smit hér á landi núna og því mæli hann ekki með almennri notkun á andlitsgrímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fara í hart við borgina og vilja milljónir í bætur – „Menn eru búnir að fá nóg“

Fara í hart við borgina og vilja milljónir í bætur – „Menn eru búnir að fá nóg“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni – „Á ótrúlegan hátt náði hún að bjarga sér“

Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni – „Á ótrúlegan hátt náði hún að bjarga sér“
Fréttir
Í gær

Stórbruni í skemmu við Gufunesveg – íbúum í nágrenninu bent á að loka gluggum

Stórbruni í skemmu við Gufunesveg – íbúum í nágrenninu bent á að loka gluggum
Fréttir
Í gær

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Helgi lýsir yfir sakleysi – „Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“

Hafnarfjarðarmálið: Helgi lýsir yfir sakleysi – „Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn lenti í óvenjulegu atviki í gær: „Rífur í öxlina á manni sínum og segist ekki versla hér“

Fiskikóngurinn lenti í óvenjulegu atviki í gær: „Rífur í öxlina á manni sínum og segist ekki versla hér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu

Ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnur skipaður óperustjóri

Finnur skipaður óperustjóri